Fiskistofa: Stássstofa eða stjórnsýsla Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiðir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórnsýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“. Það fellur ágætlega að stefnunni sem boðar „báknið burt“. Stofnanir, stjórntæki hins opinbera, hafa fengið á sig neikvætt yfirbragð; þær þykja þunglamalegar og seinvirkar. Þeir sem aftur á móti ekki vita betur gætu litið svo á að „stofur“ séu þægilegri og léttari við að eiga; að þær megi jafnvel „missa sín“, að það sé auðveldara að leggja þær niður eða að staðsetning þeirra skipti engu máli. M.ö.o. hugtakið „stofa“ getur í hugum fólks „smættað“ starfsemina, þ.e. dregið úr réttmæti hennar. Umræðan um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. Einkavæðing umræðu heitir það þegar látið er að því liggja að málið varði einungis einstaklingshagsmuni; að málið snúist ekki um almannahagsmuni og því eigi almenn umræða um málið sem málefni samfélagsins ekkert erindi. Ekki skal gera lítið úr áhrifum flutnings Fiskistofu á hagi starfsfólks. Þar kemur fram kostnaður sem oftast er vanreiknaður eða hreinlega undanskilinn. Slíkur kostnaður fellur á einkaaðila, þ.e. einstaklinga og fjölskyldur. En flutningur Fiskistofu út á land snýst ekki bara um hagsmuni einstaklinga.Almannahagsmunir Flutningur Fiskistofu snýst um brýna almannahagsmuni. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hún annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og á þannig að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. M.ö.o. starfsfólk Fiskistofu hefur eftirlit með nýtingu á sjávarafla landsmanna, þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem aðeins fáir hafa fengið réttinn til að nýta með fyrirkomulagi sem er svo umdeilt og mikið hitamál að upp úr sýður hvar sem kjarnann í þeirri stefnumótun ber á góma. Flutningur Fiskistofu til Akureyrar snýst um það hvernig búið er að starfsemi þeirrar stofnunar sem fara á með eftirlit með nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar sem er í eigu almennings. Um það snúast almannahagsmunir þessa máls og um það þarf umræða málsins að snúast, ekki bara í fjölmiðlum, heldur á Alþingi. Við flutning Fiskistofu til Akureyrar magnast þær hættur sem opinbert eftirlit stendur ávallt frammi fyrir. Hætturnar magnast vegna þess að þær tengjast beinlínis stærð eða smæð þess samfélags sem eftirlitsstofnanir eru staðsettar í. Í fyrsta lagi, sérhæfðar stofnanir af þessu tagi þurfa stórt úrtak umsækjenda til að geta valið þá hæfustu úr stórum hópi hæfra umsækjenda. Við flutning úr fjölmenni minnkar slíkt aðgengi. Í öðru lagi, eftirlitsstarf er ekki til vinsælda fallið. Til að sinna trúverðugu eftirliti þarf ákveðna fjarlægð milli eftirlits og eftirlitsskyldra aðila, bæði faglega og persónulega. Til lengdar verður þessi þáttur við að tryggja virkt og trúverðugt eftirlit oft veruleg áskorun fyrir eftirlitsfólk sem þarf að viðhalda slíkri fjarlægð og draga línu í sandinn á degi hverjum, bæði í leik og starfi. Hætturnar á veikingu eftirlitsins eru raunverulegar, lúmskar og eiga sér stoð í viðurkenndum rannsóknum.Meðvirkni Hugtakið „að fanga regluverkið“ (e. regulatory capture) er þekkt innan stjórnsýslufræðinnar og lýsir því hvernig eftirlitsskyldir aðilar hafa náð að fanga eftirlitið og þannig náð eftirlitinu á sitt vald. Þetta er þekkt í öllum samfélögum, stórum sem smáum. Hættan á slíkri yfirtöku eftirlits vex með smæð samfélagsins. Þá á hugtakið „cognitive regulatory capture“ ef til vill betur við því smærra sem samhengið og eftirlitskerfið er. Þetta fyrirbæri lýsir því hvernig eftirlitsfólk, oftast ómeðvitað, gerir sýn eftirlitsskyldra aðila smám saman að sinni eigin sýn; samúðin byrjað að snúast um hagsmuni þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Slík meðvirkni grefur undan áhrifum eftirlits. Hættan á þessari þróun er því meiri eftir því sem faglegur skyldleiki og bakgrunnur starfsfólks eftirlits og eftirlitsskyldra aðila er líkari. Hér geta opinber samskipti og skyldur verið í höndum fyrrum skóla- eða vinnufélaga; fólks sem stundar sams konar frístunda- og áhugamál, hefur svipaðan lífsstíl eða sækir sömu veitingastaði og menningarviðburði. Svigrúm til að viðhalda faglegri fjarlægð í persónulegri nálægð verður lítið. Félagslegur þrýstingur og einsleitni eru áleitnari í fámenni smærri samfélaga. Rökin um kosti nálægðar Fiskistofu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru hér umdeilanleg. Birtingarmynd yfirtöku eftirlits má m.a. sjá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ef stjórnvöld vilja sýna landsmönnum dæmi um það hvernig læra má af því sem þar fór úrskeiðis, þá ætti umræðan um flutninginn á Fiskistofu til Akureyrar að snúast um aðalatriði málsins, þ.e. um almannahagsmuni og vandaða stjórnsýsluhætti. Nema því aðeins að þingheimur allur hafi meðtekið þá speki að það sé ekkert til sem heitir samfélag – aðeins einstaklingar og misvelskilgreindir hópar einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskistofa er hvorki stássstofa sem framreiðir sjávarrétti né vinnustofa sem framleiðir þá. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun. Sú tilhneiging að kalla stjórnsýslustofnanir „stofur“ eða „nefndir“ hljómar í eyrum fólks sem eitthvað lítið og „kósí“. Það fellur ágætlega að stefnunni sem boðar „báknið burt“. Stofnanir, stjórntæki hins opinbera, hafa fengið á sig neikvætt yfirbragð; þær þykja þunglamalegar og seinvirkar. Þeir sem aftur á móti ekki vita betur gætu litið svo á að „stofur“ séu þægilegri og léttari við að eiga; að þær megi jafnvel „missa sín“, að það sé auðveldara að leggja þær niður eða að staðsetning þeirra skipti engu máli. M.ö.o. hugtakið „stofa“ getur í hugum fólks „smættað“ starfsemina, þ.e. dregið úr réttmæti hennar. Umræðan um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur nú verið einkavædd. Einkavæðing umræðu heitir það þegar látið er að því liggja að málið varði einungis einstaklingshagsmuni; að málið snúist ekki um almannahagsmuni og því eigi almenn umræða um málið sem málefni samfélagsins ekkert erindi. Ekki skal gera lítið úr áhrifum flutnings Fiskistofu á hagi starfsfólks. Þar kemur fram kostnaður sem oftast er vanreiknaður eða hreinlega undanskilinn. Slíkur kostnaður fellur á einkaaðila, þ.e. einstaklinga og fjölskyldur. En flutningur Fiskistofu út á land snýst ekki bara um hagsmuni einstaklinga.Almannahagsmunir Flutningur Fiskistofu snýst um brýna almannahagsmuni. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hún annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og á þannig að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. M.ö.o. starfsfólk Fiskistofu hefur eftirlit með nýtingu á sjávarafla landsmanna, þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem aðeins fáir hafa fengið réttinn til að nýta með fyrirkomulagi sem er svo umdeilt og mikið hitamál að upp úr sýður hvar sem kjarnann í þeirri stefnumótun ber á góma. Flutningur Fiskistofu til Akureyrar snýst um það hvernig búið er að starfsemi þeirrar stofnunar sem fara á með eftirlit með nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar sem er í eigu almennings. Um það snúast almannahagsmunir þessa máls og um það þarf umræða málsins að snúast, ekki bara í fjölmiðlum, heldur á Alþingi. Við flutning Fiskistofu til Akureyrar magnast þær hættur sem opinbert eftirlit stendur ávallt frammi fyrir. Hætturnar magnast vegna þess að þær tengjast beinlínis stærð eða smæð þess samfélags sem eftirlitsstofnanir eru staðsettar í. Í fyrsta lagi, sérhæfðar stofnanir af þessu tagi þurfa stórt úrtak umsækjenda til að geta valið þá hæfustu úr stórum hópi hæfra umsækjenda. Við flutning úr fjölmenni minnkar slíkt aðgengi. Í öðru lagi, eftirlitsstarf er ekki til vinsælda fallið. Til að sinna trúverðugu eftirliti þarf ákveðna fjarlægð milli eftirlits og eftirlitsskyldra aðila, bæði faglega og persónulega. Til lengdar verður þessi þáttur við að tryggja virkt og trúverðugt eftirlit oft veruleg áskorun fyrir eftirlitsfólk sem þarf að viðhalda slíkri fjarlægð og draga línu í sandinn á degi hverjum, bæði í leik og starfi. Hætturnar á veikingu eftirlitsins eru raunverulegar, lúmskar og eiga sér stoð í viðurkenndum rannsóknum.Meðvirkni Hugtakið „að fanga regluverkið“ (e. regulatory capture) er þekkt innan stjórnsýslufræðinnar og lýsir því hvernig eftirlitsskyldir aðilar hafa náð að fanga eftirlitið og þannig náð eftirlitinu á sitt vald. Þetta er þekkt í öllum samfélögum, stórum sem smáum. Hættan á slíkri yfirtöku eftirlits vex með smæð samfélagsins. Þá á hugtakið „cognitive regulatory capture“ ef til vill betur við því smærra sem samhengið og eftirlitskerfið er. Þetta fyrirbæri lýsir því hvernig eftirlitsfólk, oftast ómeðvitað, gerir sýn eftirlitsskyldra aðila smám saman að sinni eigin sýn; samúðin byrjað að snúast um hagsmuni þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Slík meðvirkni grefur undan áhrifum eftirlits. Hættan á þessari þróun er því meiri eftir því sem faglegur skyldleiki og bakgrunnur starfsfólks eftirlits og eftirlitsskyldra aðila er líkari. Hér geta opinber samskipti og skyldur verið í höndum fyrrum skóla- eða vinnufélaga; fólks sem stundar sams konar frístunda- og áhugamál, hefur svipaðan lífsstíl eða sækir sömu veitingastaði og menningarviðburði. Svigrúm til að viðhalda faglegri fjarlægð í persónulegri nálægð verður lítið. Félagslegur þrýstingur og einsleitni eru áleitnari í fámenni smærri samfélaga. Rökin um kosti nálægðar Fiskistofu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru hér umdeilanleg. Birtingarmynd yfirtöku eftirlits má m.a. sjá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ef stjórnvöld vilja sýna landsmönnum dæmi um það hvernig læra má af því sem þar fór úrskeiðis, þá ætti umræðan um flutninginn á Fiskistofu til Akureyrar að snúast um aðalatriði málsins, þ.e. um almannahagsmuni og vandaða stjórnsýsluhætti. Nema því aðeins að þingheimur allur hafi meðtekið þá speki að það sé ekkert til sem heitir samfélag – aðeins einstaklingar og misvelskilgreindir hópar einstaklinga.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun