Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar 3. desember 2024 18:00 Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sigríður Mogensen Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar