Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2024 12:50 Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar