Við græðum á því Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun