Byggðaklúður ríkisstjórnarinnar Árni Páll Árnason skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun