Enn ekki búið að slátra Íbúðalánasjóði Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2014 00:00 Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun