Er eitthvað að frétta af náttúrupassa? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2014 07:00 Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun