Ég hvet þig til að kjósa Dagur B. Eggertsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar