Ég elska Hafnarfjörð Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 „Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Linda Hrönn Þórisdóttir Hafnarfjörður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
„Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun