Fórn af frjálsum vilja Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun