Fórn af frjálsum vilja Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun