Takmarkaður efnahagslegur ávinningur Árni Páll Árnason skrifar 9. maí 2014 07:00 Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar