Reykjavíkurflugvöllur, er sáttin að færa hann? Bjarni Gunnarsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun