Tapaðar tekjur af veiðigjöldum Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar