Er þjóðin föl fyrir fé? Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. apríl 2014 06:00 Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun