Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 08:45 Málaferli og deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið í 45 ár og virðast engan enda ætla að taka. Fréttablaðið/Valli Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira