Barnapakkinn Dagur B. Eggertsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun