Kjallarinn í skralli ? Teitur Guðmundsson skrifar 11. mars 2014 06:00 Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun