Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar