Evrópusambandsaðild fyrir frjálslynt fólk Árni Páll Árnason skrifar 4. mars 2014 06:00 Það hefur lengi verið mér nokkur ráðgáta að frjálshyggjufólk á Íslandi skuli margt hvert leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Í umræðu hér á landi flytur þetta góða fólk fram rök sem enduróma frá andstöðu hægriarms Íhaldsflokksins í Bretlandi við aðild að ESB: Sett eru fram rök gegn ofstjórn og ströngu regluverki sem takmarki athafnafrelsi. Aðild að ESB muni draga úr athafnafrelsi. En þessi rök eiga bara ekki við hér á Íslandi. Hér eru aðstæður allt aðrar en í flestum öðrum Evrópulöndum – svo ekki sé minnst á Bretland. Evrópsk samfélög eru rótgróin markaðssamfélög. Þau byggja á aldalangri markaðshefð, þar sem fjölmargir ólíkir aðilar eiga viðskipti á frjálsum forsendum. Fákeppni er til muna sjaldgæfari en hér á landi, sérlega meðal stærri ríkja. Jafnvel Norðurlöndin, sem breskir frjálshyggjumenn horfa til sem ófrelsissamfélaga ríkisafskipta, byggja á fullkomnu viðskiptafrelsi, opnu hagkerfi og mikilli erlendri fjárfestingu. Viðskiptalíf er mjög frjálst á Norðurlöndunum, þótt ávinningur einstaklinga og fyrirtækja sé tempraður með háum sköttum. Bretland er líklega mesta markaðshyggjusamfélagið í Evrópu. Fyrir vikið upplifa Bretar oft að regluverk Evrópusambandsins hefti óheft markaðsfrelsi, með samræmdum reglum um markaðssetningu samfara opnun markaða aðildarríkja.Ísland er ekki markaðssinnað Ísland er ekki markaðssinnað land og hefur aldrei verið. Svíþjóð er frjálshyggjuparadís í samanburði við Ísland. Hér hefur verið landlæg fákeppni og einokun og pólitískt vald og viðskiptavald verið samtvinnað allt fram á níunda áratuginn. Innflutnings- og útflutningshöft hafa einkennt efnahagslífið og eru enn ráðandi í fjölmörgum atvinnugreinum. Allar breytingar í frelsisátt á Íslandi hafa komið að utan fyrir þrýsting alþjóðastofnana og einkum í kjölfar samninga um evrópska efnahagssamvinnu – fyrst aðild að EFTA og svo breytingin mikla með EES. Í fljótu bragði man ég bara eina breytingu í frjálsræðisátt sem varð fyrir algerlega innlenda baráttu og það var þegar bjórbannið var afnumið fyrir réttum aldarfjórðungi. Fyrir Bretum geta reglur Evrópusambandsins verið sem ánauð, því þær setja nýjar reglur um markaðssetningu. Fyrir okkur hafa sömu reglur í för með sér frelsun, því við höfum BÆÐI búið við séríslenskar reglur um markaðssetningu OG bönn við frjálsum viðskiptum milli landa. Reglur Evrópusambandsins hafa opnað fyrir okkur markaði og búið til ný tækifæri hér á landi. Íslenskt haftasamfélag byggir á gömlum grunni og það er hægt að finna hliðstæðu við orðræðu aðildarsinna og aðildarandstæðinga nú í aðdraganda Píningsdóms árið 1490. Þá, eins og nú, snerist ágreiningur um hvort ætti að opna hagkerfið og auka samkeppni og leyfa þeim atvinnugreinum sem gátu borgað hæstu launin að drífa hagþróunina áfram, eða hvort ætti að loka landinu til að tryggja áframhaldandi drottnunarstöðu þeirra atvinnugreina sem nutu sín vel innan hafta og byggðu samkeppnisforskot sitt á lágum launum landsmanna. Seinni kosturinn varð ofan á með Píningsdómi, þriðjungur þjóðarinnar var hnepptur í vistarband og við tók 400 ára sjálfsköpuð fátæktartíð. Eftir að losnaði um vistarbandið upp úr 1880 og fram til upptöku íslenskrar krónu árið 1920 var skammvinnt frjálsræðisskeið, þar sem Ísland naut viðskiptafrelsis og ávinnings af sameiginlegum gjaldmiðli með helstu viðskiptalöndum. Þetta var mikill uppgangstími. Erlend fjárfesting var umtalsverð og sjávarútvegurinn tók gríðarlegt framfarastökk sem hann býr að, enn þann dag í dag.Samfelld haftasaga Nærri hundrað ára saga íslenskrar krónu er hins vegar samfelld haftasaga. Flest höft tuttugustu aldarinnar eiga rætur í vandamálum sem leiddu af íslenskri krónu. Gjaldeyrisskortur hefur verið viðvarandi og sífellt hefur þurft að takmarka kaupgetu almennings með gengisfellingum til að lifa með hinni íslensku krónu. Á ólíkum tímum hafa menn reynt ólíkar lausnir. Á sjötta áratugnum var margfalt gengi – ólíkt fyrir ólíkar atvinnugreinar. Hvað er fjárfestingaleið Seðlabankans í dag, þar sem Íslendingar með falið fé í útlöndum fá afslátt af skráðu gengi, annað en önnur útfærsla þeirrar hörmungarstefnu? Á fimmta áratugnum var beitt skömmtunum, því eftirspurn fólks eftir innfluttum varningi var ofviða krónunni. Hvað er lággengisstefna okkar tíma annað en önnur leið til að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti keypt það sem það hefur áhuga á af innfluttum varningi? Það er gott að lesa útlensk blöð, en það er varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af erlendum viðhorfum. Aðild að Evrópusambandinu yrði til mikils frelsisauka fyrir íslenskt samfélag. Flestar þær reglur af evrópskum uppruna sem lúta að starfsumgjörð almenns atvinnulífs, svo sem er varðar samkeppnisreglur, markaðssetningu almennrar vöru, umhverfisreglur, vinnuvernd og jafnréttismál, binda okkur nú þegar með EES-samningnum. Engar nýjar hömlur fylgja aðild að ESB að þessu leyti. Aðild að ESB mun einungis auka viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, opna íslenskum framleiðendum landbúnaðarvöru nýja markaði í Evrópu, bæta viðskiptakjör fyrir íslenskar sjávarafurðir á Evrópumarkaði og styðja við nýsköpun og framþróun. Innlendir iðnframleiðendur munu komast úr þeirri stöðu að þurfa að útskýra fyrirbærið EES fyrir hverjum einasta tollverði í Evrópu. Fákeppni mun minnka og erlend fjárfesting aukast. Og sparifjáreigendur og lántakendur munu loks fá vörn í stöðugum gjaldmiðli gegn ofríki ríkisvalds og ráðandi markaðsafla í gegnum eilífa hringrás verðbólgu og gengisfellinga. Hvernig getur frjálslynt fólk verið á móti þessari framtíð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið mér nokkur ráðgáta að frjálshyggjufólk á Íslandi skuli margt hvert leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Í umræðu hér á landi flytur þetta góða fólk fram rök sem enduróma frá andstöðu hægriarms Íhaldsflokksins í Bretlandi við aðild að ESB: Sett eru fram rök gegn ofstjórn og ströngu regluverki sem takmarki athafnafrelsi. Aðild að ESB muni draga úr athafnafrelsi. En þessi rök eiga bara ekki við hér á Íslandi. Hér eru aðstæður allt aðrar en í flestum öðrum Evrópulöndum – svo ekki sé minnst á Bretland. Evrópsk samfélög eru rótgróin markaðssamfélög. Þau byggja á aldalangri markaðshefð, þar sem fjölmargir ólíkir aðilar eiga viðskipti á frjálsum forsendum. Fákeppni er til muna sjaldgæfari en hér á landi, sérlega meðal stærri ríkja. Jafnvel Norðurlöndin, sem breskir frjálshyggjumenn horfa til sem ófrelsissamfélaga ríkisafskipta, byggja á fullkomnu viðskiptafrelsi, opnu hagkerfi og mikilli erlendri fjárfestingu. Viðskiptalíf er mjög frjálst á Norðurlöndunum, þótt ávinningur einstaklinga og fyrirtækja sé tempraður með háum sköttum. Bretland er líklega mesta markaðshyggjusamfélagið í Evrópu. Fyrir vikið upplifa Bretar oft að regluverk Evrópusambandsins hefti óheft markaðsfrelsi, með samræmdum reglum um markaðssetningu samfara opnun markaða aðildarríkja.Ísland er ekki markaðssinnað Ísland er ekki markaðssinnað land og hefur aldrei verið. Svíþjóð er frjálshyggjuparadís í samanburði við Ísland. Hér hefur verið landlæg fákeppni og einokun og pólitískt vald og viðskiptavald verið samtvinnað allt fram á níunda áratuginn. Innflutnings- og útflutningshöft hafa einkennt efnahagslífið og eru enn ráðandi í fjölmörgum atvinnugreinum. Allar breytingar í frelsisátt á Íslandi hafa komið að utan fyrir þrýsting alþjóðastofnana og einkum í kjölfar samninga um evrópska efnahagssamvinnu – fyrst aðild að EFTA og svo breytingin mikla með EES. Í fljótu bragði man ég bara eina breytingu í frjálsræðisátt sem varð fyrir algerlega innlenda baráttu og það var þegar bjórbannið var afnumið fyrir réttum aldarfjórðungi. Fyrir Bretum geta reglur Evrópusambandsins verið sem ánauð, því þær setja nýjar reglur um markaðssetningu. Fyrir okkur hafa sömu reglur í för með sér frelsun, því við höfum BÆÐI búið við séríslenskar reglur um markaðssetningu OG bönn við frjálsum viðskiptum milli landa. Reglur Evrópusambandsins hafa opnað fyrir okkur markaði og búið til ný tækifæri hér á landi. Íslenskt haftasamfélag byggir á gömlum grunni og það er hægt að finna hliðstæðu við orðræðu aðildarsinna og aðildarandstæðinga nú í aðdraganda Píningsdóms árið 1490. Þá, eins og nú, snerist ágreiningur um hvort ætti að opna hagkerfið og auka samkeppni og leyfa þeim atvinnugreinum sem gátu borgað hæstu launin að drífa hagþróunina áfram, eða hvort ætti að loka landinu til að tryggja áframhaldandi drottnunarstöðu þeirra atvinnugreina sem nutu sín vel innan hafta og byggðu samkeppnisforskot sitt á lágum launum landsmanna. Seinni kosturinn varð ofan á með Píningsdómi, þriðjungur þjóðarinnar var hnepptur í vistarband og við tók 400 ára sjálfsköpuð fátæktartíð. Eftir að losnaði um vistarbandið upp úr 1880 og fram til upptöku íslenskrar krónu árið 1920 var skammvinnt frjálsræðisskeið, þar sem Ísland naut viðskiptafrelsis og ávinnings af sameiginlegum gjaldmiðli með helstu viðskiptalöndum. Þetta var mikill uppgangstími. Erlend fjárfesting var umtalsverð og sjávarútvegurinn tók gríðarlegt framfarastökk sem hann býr að, enn þann dag í dag.Samfelld haftasaga Nærri hundrað ára saga íslenskrar krónu er hins vegar samfelld haftasaga. Flest höft tuttugustu aldarinnar eiga rætur í vandamálum sem leiddu af íslenskri krónu. Gjaldeyrisskortur hefur verið viðvarandi og sífellt hefur þurft að takmarka kaupgetu almennings með gengisfellingum til að lifa með hinni íslensku krónu. Á ólíkum tímum hafa menn reynt ólíkar lausnir. Á sjötta áratugnum var margfalt gengi – ólíkt fyrir ólíkar atvinnugreinar. Hvað er fjárfestingaleið Seðlabankans í dag, þar sem Íslendingar með falið fé í útlöndum fá afslátt af skráðu gengi, annað en önnur útfærsla þeirrar hörmungarstefnu? Á fimmta áratugnum var beitt skömmtunum, því eftirspurn fólks eftir innfluttum varningi var ofviða krónunni. Hvað er lággengisstefna okkar tíma annað en önnur leið til að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti keypt það sem það hefur áhuga á af innfluttum varningi? Það er gott að lesa útlensk blöð, en það er varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af erlendum viðhorfum. Aðild að Evrópusambandinu yrði til mikils frelsisauka fyrir íslenskt samfélag. Flestar þær reglur af evrópskum uppruna sem lúta að starfsumgjörð almenns atvinnulífs, svo sem er varðar samkeppnisreglur, markaðssetningu almennrar vöru, umhverfisreglur, vinnuvernd og jafnréttismál, binda okkur nú þegar með EES-samningnum. Engar nýjar hömlur fylgja aðild að ESB að þessu leyti. Aðild að ESB mun einungis auka viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, opna íslenskum framleiðendum landbúnaðarvöru nýja markaði í Evrópu, bæta viðskiptakjör fyrir íslenskar sjávarafurðir á Evrópumarkaði og styðja við nýsköpun og framþróun. Innlendir iðnframleiðendur munu komast úr þeirri stöðu að þurfa að útskýra fyrirbærið EES fyrir hverjum einasta tollverði í Evrópu. Fákeppni mun minnka og erlend fjárfesting aukast. Og sparifjáreigendur og lántakendur munu loks fá vörn í stöðugum gjaldmiðli gegn ofríki ríkisvalds og ráðandi markaðsafla í gegnum eilífa hringrás verðbólgu og gengisfellinga. Hvernig getur frjálslynt fólk verið á móti þessari framtíð?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun