ESB… hugs hugs Stefán Víðisson skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun