
ESB… hugs hugs
Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið.
Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu.
Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“.
En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni.
Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta.
Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði.
Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
Skoðun

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar