Skammtað úr krepptum hnefa Líf Magneudóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rangar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskólakennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameiningar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störfum leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskólakennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélagsins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nemenda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennurum faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hvenær ætla stjórnvöld að átta sig á því?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun