Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði Eva Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar