Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði Eva Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun