Við ætlum að leika til sigurs Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 22. janúar 2014 08:00 „Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni. EM 2014 karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
„Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni.
EM 2014 karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira