Friðarborgin Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2014 06:00 Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun