Spænsku nautabanarnir of sterkir Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 17. janúar 2014 06:00 Þórir Ólafsson fékk kjörið tækifæri til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn í hraðaupphlaupi í seinni hálfleiknum en lét José Manuel Sierra verja frá sér. Íslenska liðið fór illa með nokkur frábær færi í annars vel spiluðum leik í Álaborg í gær. Vísir/Daníel Vængbrotið lið Íslands sýndi frábæra frammistöðu gegn Spánverjum í gær en varð að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 33-28, í sveiflukenndum og skemmtilegum leik í Álaborg. Ísland fékk ekki góð tíðindi fyrir leik því Arnór Atlason komst ekki í gegnum upphitun og gat því ekki spilað. Þó svo íslensku áhorfendurnir hafi aftur sungið þjóðsönginn í stúkunni án undirleiks þá dugði það ekki til að kveikja almennilega á strákunum. Þeir voru allt of linir í vörninni á upphafsmínútunum og Spánverjar löbbuðu óáreittir í gegn. Smám saman óx okkar mönnum þó ásmegin. Aron Pálmarsson fór algjörlega á kostum í sókninni og skoraði að vild. Þegar sjö mínútur voru til leikhlés þá komst Ísland yfir í fyrsta skipti, 12-11. Við tók frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem það náði þriggja marka forskoti, 15-12. Þá tóku Spánverjar Aron úr umferð. Við það var allur vindur úr okkar mönnum, Spánverjar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins og höfðu eins marks forystu í hléinu, 16-15. Lokamarkið kom beint úr aukakasti. Klaufalegt. Strákarnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir náðu aftur þriggja marka forskoti, 22-19, með því að skora fjögur mörk í röð. Þá féll þeim á ný allur ketill í eld. Spánverjar svöruðu með sex mörkum og náðu forskoti sem þeir gáfu aldrei eftir. Strákarnir seldu sig þó dýrt og náðu að klóra í Spánverjana. Þeir fóru aftur á móti illa með dauðafærin og það má ekki gegn svona frábæru liði. Að tapa með fimm marka mun gaf svo engan veginn rétta mynd af gangi leiksins.Aron Pálmarsson fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði að vild. Svo öflugur var hann að heimsmeistararnir neyddust til þess að taka hann úr umferð. Aron er tæpur vegna meiðsla og þurfti að spila mikið í kvöld. Það kemur vonandi ekki í bakið á liðinu. Guðjón Valur átti einnig stórleik og klúðraði ekki skoti. Ásgeir Örn virkilega grimmur og vex við hverja raun. Björgvin Páll var í banastuði í markinu og þeir Bjarki Már og Vignir virkilega sterkir fyrir miðri miðju. Miðað við allt sem á undan er gengið hjá strákunum okkar þá mega þeir vera stoltir af þessari riðlakeppni. Þeir hafa lent í miklum áföllum og lykilmenn eru að spila meiddir á þessu móti. Þeir kvarta samt ekki og gefa sig hundrað prósent í hvern einasta bolta og eru aldrei sáttir nema þeir vinni. Þetta lið er með risastórt hjarta og það er þetta hjarta, viljastyrkur og samstaða sem hefur fleytt þeim áfram. Þeir unnu sannfærandi sigur á Noregi, voru óheppnir að ná ekki sigri gegn Ungverjum og stríddu heimsmeisturum Spánverja hressilega. Fram undan eru áhugaverð verkefni og strákarnir geta vel haldið áfram að gera flotta hluti í Herning. EM 2014 karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Vængbrotið lið Íslands sýndi frábæra frammistöðu gegn Spánverjum í gær en varð að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 33-28, í sveiflukenndum og skemmtilegum leik í Álaborg. Ísland fékk ekki góð tíðindi fyrir leik því Arnór Atlason komst ekki í gegnum upphitun og gat því ekki spilað. Þó svo íslensku áhorfendurnir hafi aftur sungið þjóðsönginn í stúkunni án undirleiks þá dugði það ekki til að kveikja almennilega á strákunum. Þeir voru allt of linir í vörninni á upphafsmínútunum og Spánverjar löbbuðu óáreittir í gegn. Smám saman óx okkar mönnum þó ásmegin. Aron Pálmarsson fór algjörlega á kostum í sókninni og skoraði að vild. Þegar sjö mínútur voru til leikhlés þá komst Ísland yfir í fyrsta skipti, 12-11. Við tók frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem það náði þriggja marka forskoti, 15-12. Þá tóku Spánverjar Aron úr umferð. Við það var allur vindur úr okkar mönnum, Spánverjar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins og höfðu eins marks forystu í hléinu, 16-15. Lokamarkið kom beint úr aukakasti. Klaufalegt. Strákarnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir náðu aftur þriggja marka forskoti, 22-19, með því að skora fjögur mörk í röð. Þá féll þeim á ný allur ketill í eld. Spánverjar svöruðu með sex mörkum og náðu forskoti sem þeir gáfu aldrei eftir. Strákarnir seldu sig þó dýrt og náðu að klóra í Spánverjana. Þeir fóru aftur á móti illa með dauðafærin og það má ekki gegn svona frábæru liði. Að tapa með fimm marka mun gaf svo engan veginn rétta mynd af gangi leiksins.Aron Pálmarsson fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði að vild. Svo öflugur var hann að heimsmeistararnir neyddust til þess að taka hann úr umferð. Aron er tæpur vegna meiðsla og þurfti að spila mikið í kvöld. Það kemur vonandi ekki í bakið á liðinu. Guðjón Valur átti einnig stórleik og klúðraði ekki skoti. Ásgeir Örn virkilega grimmur og vex við hverja raun. Björgvin Páll var í banastuði í markinu og þeir Bjarki Már og Vignir virkilega sterkir fyrir miðri miðju. Miðað við allt sem á undan er gengið hjá strákunum okkar þá mega þeir vera stoltir af þessari riðlakeppni. Þeir hafa lent í miklum áföllum og lykilmenn eru að spila meiddir á þessu móti. Þeir kvarta samt ekki og gefa sig hundrað prósent í hvern einasta bolta og eru aldrei sáttir nema þeir vinni. Þetta lið er með risastórt hjarta og það er þetta hjarta, viljastyrkur og samstaða sem hefur fleytt þeim áfram. Þeir unnu sannfærandi sigur á Noregi, voru óheppnir að ná ekki sigri gegn Ungverjum og stríddu heimsmeisturum Spánverja hressilega. Fram undan eru áhugaverð verkefni og strákarnir geta vel haldið áfram að gera flotta hluti í Herning.
EM 2014 karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira