500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2014 19:00 Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15
Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45