Bernharð bóndi tjáir sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2014 12:31 Nágrannarnir í Hörgárdalnum, þeir Bernharð bóndi og þeir Oddur Andri og Siggi. Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira