Bernharð bóndi tjáir sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2014 12:31 Nágrannarnir í Hörgárdalnum, þeir Bernharð bóndi og þeir Oddur Andri og Siggi. Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira