Þakklátir eignamenn senda ríkisstjórninni kveðjur Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2014 11:10 Guðbjörn Guðbjörnsson tollari hefur tekið Sigmund Davíð í sátt; forsætisráðherra færði honum réttlætið og leiðréttinguna. Mikill fögnuður og þakklæti í garð ríkisstjórnarinnar braust út víða í nótt og í morgun þegar eignafólk komast að raun um hversu mikið var búið að færa húsnæðisskuldir þeirra niður. Í grófum dráttum má segja að 80 milljörðum hafi verið úthlutað til 90 þúsund manns. Margir voru nánast klökkir þegar þeir tjá sig á Facebook.Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari er einn þeirra en hann segir að sér sé bæði ljúft og skylt að viðurkenna að „... ég hef ranglega ásakað núverandi ríkistjórn undir forystu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson vegna skuldaleiðréttingarinnar. Þessum mönnum hefur tekist að leiðrétta að mestu þann forsendubrest, sem ég varð fyrir á árunum 2008-2010. Hafi þeir innilegar þakkir fyrir það.“ Og Guðbjörn heldur áfram og segir að þegar skattfrjálsum lífeyrissparnaði hans er bætt við nemur skuldaleiðréttingin hjá hans rétt um 4 milljónum króna. „Ljóst er að meira en orðin tóm stóðu að baki loforði Sigmundar Davíðs fyrir kosningar. Báðir eiga þeir afsökun skilið frá fjölda fólks - allavega vegna þessa mál. Þetta er bjartasti dagur sem ég hef upplifað frá 6. október árið 2008. Réttlætið sigraði að lokum!“ Ef skautað er yfir samfélagsmiðlana Facebook og Twitter má sjá nokkurn fjölda tjá þakklæti sitt í garð ríkisstjórnarinnar sem í gær kynnti skuldaniðurfellingaáætlanir sínar á kynningarfundi í Hörpu. Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu er einn þeirra og hann er gagnorður: „Leiðrèttingin komin. Sàttur. — er þakklát/ur.“ Enn annar fjölmiðlamaður sveipar þakklæti sitt til stjórnvalda og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í grín og hálfkæring: „Ég fékk reiðléttingu. Takk.“ Þó margir séu ríkisstjórninni afar þakklátir, eins og sjá má af þessu er það svo, samkvæmt upplýsingum frá mótttöku í forsætisráðuneyti, að ekki er mikið um að forsætisráðherra hafi borist blóm og skeyti.Innlegg frá Guðbjörn Guðbjörnsson. Innlegg frá Bæring Jóhann Björgvinsson. Innlegg frá Ingólfur Þorleifsson. Manneskja nálægt mér var að fá gjöf upp á 3,6 milljónir frá Ríkistjórninni. Takk @sigmundurdavid— Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 11, 2014 Innlegg frá Benedikt Sigurðarson. Innlegg frá Karl Garðarsson. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Mikill fögnuður og þakklæti í garð ríkisstjórnarinnar braust út víða í nótt og í morgun þegar eignafólk komast að raun um hversu mikið var búið að færa húsnæðisskuldir þeirra niður. Í grófum dráttum má segja að 80 milljörðum hafi verið úthlutað til 90 þúsund manns. Margir voru nánast klökkir þegar þeir tjá sig á Facebook.Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari er einn þeirra en hann segir að sér sé bæði ljúft og skylt að viðurkenna að „... ég hef ranglega ásakað núverandi ríkistjórn undir forystu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson vegna skuldaleiðréttingarinnar. Þessum mönnum hefur tekist að leiðrétta að mestu þann forsendubrest, sem ég varð fyrir á árunum 2008-2010. Hafi þeir innilegar þakkir fyrir það.“ Og Guðbjörn heldur áfram og segir að þegar skattfrjálsum lífeyrissparnaði hans er bætt við nemur skuldaleiðréttingin hjá hans rétt um 4 milljónum króna. „Ljóst er að meira en orðin tóm stóðu að baki loforði Sigmundar Davíðs fyrir kosningar. Báðir eiga þeir afsökun skilið frá fjölda fólks - allavega vegna þessa mál. Þetta er bjartasti dagur sem ég hef upplifað frá 6. október árið 2008. Réttlætið sigraði að lokum!“ Ef skautað er yfir samfélagsmiðlana Facebook og Twitter má sjá nokkurn fjölda tjá þakklæti sitt í garð ríkisstjórnarinnar sem í gær kynnti skuldaniðurfellingaáætlanir sínar á kynningarfundi í Hörpu. Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu er einn þeirra og hann er gagnorður: „Leiðrèttingin komin. Sàttur. — er þakklát/ur.“ Enn annar fjölmiðlamaður sveipar þakklæti sitt til stjórnvalda og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í grín og hálfkæring: „Ég fékk reiðléttingu. Takk.“ Þó margir séu ríkisstjórninni afar þakklátir, eins og sjá má af þessu er það svo, samkvæmt upplýsingum frá mótttöku í forsætisráðuneyti, að ekki er mikið um að forsætisráðherra hafi borist blóm og skeyti.Innlegg frá Guðbjörn Guðbjörnsson. Innlegg frá Bæring Jóhann Björgvinsson. Innlegg frá Ingólfur Þorleifsson. Manneskja nálægt mér var að fá gjöf upp á 3,6 milljónir frá Ríkistjórninni. Takk @sigmundurdavid— Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 11, 2014 Innlegg frá Benedikt Sigurðarson. Innlegg frá Karl Garðarsson.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent