Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 13:31 Sigmundur Davíð á faraldsfæti í Alþingishúsinu í gær. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13