Segir gjaldeyrishöftin hafa verið mistök 2. nóvember 2014 15:40 Vísir/Anton Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur