Vilja að Hanna Birna segi af sér Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 15:36 Flokksráðsfundur Vinstri grænna krefst þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segi af sér embætti, meðal annars fyrir að hafa sagt Alþingi ósatt og afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í gær og lauk í dag með afgreiðslu ályktana um ýmis mál. Meðal annars var samþykkt ályktun um að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segði af sér embætti.Er ekki nóg að hún hafi sagt af sér dómsmálunum? „Fundurinn ályktaði þetta, að réttast væri að ráðherra segði af sér og nefnir raunar til þess þrjú tilefni. Þannig að það er alveg ljóst hvernig hugur er hér í fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þau atriði sem nefnd eru í ályktuninni sem tilefni til afsagnar innanríkisráðherrans sé einkum þrenn. „Það er að segja lekinn sjálfur. Það er síðan upplýsingagjöf ráðherra gagnvart þinginu þar sem rangt hefur verið farið með einhverjar staðreyndir að því er virðist vera. Og síðan meint afskipti af rannsókn málsins,“ segir Katrín. Umboðsmaður Alþingis ákvað eftir bréfasamskipti við innanríkisráðherra að hefja frumkvæðisathugun á embættisfærslum Hönnu Birnu vegna þessa máls.Munið þið þingmenn flokksins fylgja þessu eftir á Alþingi og leggja beinlínis fram tillögu um þetta? „Það liggur alveg fyrir að við munum bíða eftir áliti Umboðsmanns Alþingis áður en við aðhöfumst nokkuð í málinu,“ segir Katrín. Það komi ekki á óvart að þungt sé kveðið að orði í ályktuninni. Hún hafi sjálf sagt að hyggilegast hefði verið fyrir innanríkisráðherra að víkja sæti. „Og það má segja að hér sé fólk sammála um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri grænna krefst þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segi af sér embætti, meðal annars fyrir að hafa sagt Alþingi ósatt og afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í gær og lauk í dag með afgreiðslu ályktana um ýmis mál. Meðal annars var samþykkt ályktun um að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segði af sér embætti.Er ekki nóg að hún hafi sagt af sér dómsmálunum? „Fundurinn ályktaði þetta, að réttast væri að ráðherra segði af sér og nefnir raunar til þess þrjú tilefni. Þannig að það er alveg ljóst hvernig hugur er hér í fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þau atriði sem nefnd eru í ályktuninni sem tilefni til afsagnar innanríkisráðherrans sé einkum þrenn. „Það er að segja lekinn sjálfur. Það er síðan upplýsingagjöf ráðherra gagnvart þinginu þar sem rangt hefur verið farið með einhverjar staðreyndir að því er virðist vera. Og síðan meint afskipti af rannsókn málsins,“ segir Katrín. Umboðsmaður Alþingis ákvað eftir bréfasamskipti við innanríkisráðherra að hefja frumkvæðisathugun á embættisfærslum Hönnu Birnu vegna þessa máls.Munið þið þingmenn flokksins fylgja þessu eftir á Alþingi og leggja beinlínis fram tillögu um þetta? „Það liggur alveg fyrir að við munum bíða eftir áliti Umboðsmanns Alþingis áður en við aðhöfumst nokkuð í málinu,“ segir Katrín. Það komi ekki á óvart að þungt sé kveðið að orði í ályktuninni. Hún hafi sjálf sagt að hyggilegast hefði verið fyrir innanríkisráðherra að víkja sæti. „Og það má segja að hér sé fólk sammála um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira