Fjölbreyttara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 10. september 2014 10:05 Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun