Vigdís furðar sig á auknum framlögum til Jafnréttisstofu Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 13:11 Vigdis segir Jafnréttisstofu ekki eitt þeirra fyrirbæra sem telja má brýnt árið 2014. Kristín Ástgeirsdóttir fer fyrir stofnuninni. Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni fjárlaganefndar Alþingis, kemur á óvart að til standi að auka framlög úr ríkissjóði til Jafnréttisstofu. Mikil umræða stendur nú yfir vegna fjárlaga; og telja margir að niðurskurður og hækkun virðisaukaskatts sem þar er boðuð gangi nærri velferðarkerfinu. Ekki er þó allstaðar skorið niður, þannig eru framlög til Jafnréttisstofu aukin um 17 milljónir milli ára eða um 21 prósent. Framlög verða 94 milljónir á næsta ári samanborið við 77,2 milljónir en stofnunin fór 18 milljónir fram úr fjárlögum sínum um mitt síðasta ár. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar en hún átti jafnframt sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, en til stóð að störf hennar væru til grundvallar fjárlagagerð. Voru málefni Jafnréttisstofu ekkert til skoðunar þar? „Jú, við fórum yfir það eins og flestar aðrar ríkisstofnanir og það fór nú svo að milli annarrar og þriðju umræðu í fjárlögum fyrir 2014 tókum við hana niður um tæpar tíu milljónir. Þannig að þessi aukning kemur mér spánskt fyrir sjónir.“Við niðurskurð, oft sársaukafullan, hlýtur forgangsröðun að skipta öllu máli? „Já, ég verð að viðurkenna það að Jafnréttisstofa er nú ekki efst á forgangslistanum í mínum huga. Þetta er líka svolítið „spes“ því fjárlaganefnd fór í fyrra í heimsókn til jafnréttisstofu og þar störfuðu nú sjö konur og einn karl. Og ég spurði; hvar eru karlarnir, er þetta ekki jafnréttisstofa? En, að öllu gamni slepptu þá er þetta nú ekki ein af þeim stofnunum sem eru brýnar, að mínu mati, árið 2014; að því leyti til að þar sé lagt til að þar sé bætt inní 17 milljónum. Þetta er frumvarp og frumvörp eru breytanleg, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Hún hefur um málið að segja og því ættu stuðningsmenn Jafnréttisstofu að fanga aukinni fjárveitingu varlega. Og víst er að meðal Sjálfstæðismanna eru einnig uppi verulegar efasemdir um tilgang Jafnréttisstofu. Þannig er þetta mál til umræðu á Facebooksíðu Brynjars Níelssonar alþingismanns. Hann segist ekki hrifinn af því að ríkið reki stofnanir um pólitíska hugmyndafræði, á þeim forsendum væri allt eins hægt að setja fé í Heimdall. „Þessi hækkun er ekki að mínu undirlagi,“ segir Brynjar... „og ég veit ekki hvað kallar á þessa hækkun á framlögum. Hins vegar er það svo þegar sett voru lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna(sem fjalla samt aðallega um mismunun) þurfti stofnun til að sjá um framkvæmd laganna. Þessi undarlega löggjöf var sett í tíð framsóknar og sjálfstæðismanna, sennilega að skandivavískri fyrirmynd.“ Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni fjárlaganefndar Alþingis, kemur á óvart að til standi að auka framlög úr ríkissjóði til Jafnréttisstofu. Mikil umræða stendur nú yfir vegna fjárlaga; og telja margir að niðurskurður og hækkun virðisaukaskatts sem þar er boðuð gangi nærri velferðarkerfinu. Ekki er þó allstaðar skorið niður, þannig eru framlög til Jafnréttisstofu aukin um 17 milljónir milli ára eða um 21 prósent. Framlög verða 94 milljónir á næsta ári samanborið við 77,2 milljónir en stofnunin fór 18 milljónir fram úr fjárlögum sínum um mitt síðasta ár. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar en hún átti jafnframt sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, en til stóð að störf hennar væru til grundvallar fjárlagagerð. Voru málefni Jafnréttisstofu ekkert til skoðunar þar? „Jú, við fórum yfir það eins og flestar aðrar ríkisstofnanir og það fór nú svo að milli annarrar og þriðju umræðu í fjárlögum fyrir 2014 tókum við hana niður um tæpar tíu milljónir. Þannig að þessi aukning kemur mér spánskt fyrir sjónir.“Við niðurskurð, oft sársaukafullan, hlýtur forgangsröðun að skipta öllu máli? „Já, ég verð að viðurkenna það að Jafnréttisstofa er nú ekki efst á forgangslistanum í mínum huga. Þetta er líka svolítið „spes“ því fjárlaganefnd fór í fyrra í heimsókn til jafnréttisstofu og þar störfuðu nú sjö konur og einn karl. Og ég spurði; hvar eru karlarnir, er þetta ekki jafnréttisstofa? En, að öllu gamni slepptu þá er þetta nú ekki ein af þeim stofnunum sem eru brýnar, að mínu mati, árið 2014; að því leyti til að þar sé lagt til að þar sé bætt inní 17 milljónum. Þetta er frumvarp og frumvörp eru breytanleg, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Hún hefur um málið að segja og því ættu stuðningsmenn Jafnréttisstofu að fanga aukinni fjárveitingu varlega. Og víst er að meðal Sjálfstæðismanna eru einnig uppi verulegar efasemdir um tilgang Jafnréttisstofu. Þannig er þetta mál til umræðu á Facebooksíðu Brynjars Níelssonar alþingismanns. Hann segist ekki hrifinn af því að ríkið reki stofnanir um pólitíska hugmyndafræði, á þeim forsendum væri allt eins hægt að setja fé í Heimdall. „Þessi hækkun er ekki að mínu undirlagi,“ segir Brynjar... „og ég veit ekki hvað kallar á þessa hækkun á framlögum. Hins vegar er það svo þegar sett voru lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna(sem fjalla samt aðallega um mismunun) þurfti stofnun til að sjá um framkvæmd laganna. Þessi undarlega löggjöf var sett í tíð framsóknar og sjálfstæðismanna, sennilega að skandivavískri fyrirmynd.“
Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira