Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 16:06 Þórunn Þórðardóttir HF-300 í höfn í dag. Vísir/Bjarni Tekið var á móti Þórunni Þórðardóttur HF 300, nýju hafrannsóknaskipi, í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Skipið tekur við af hinum dygga Bjarna Sæmundssyni og heitir í höfuðið á einum helsta svifþörungafræðingi landsins. Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af Þórunni Þórðardóttur HF-300 sem er hannað af Sævar Birgissyni hjá Skipasýn.Vísir/Bjarni Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af Þórunni Þórðardóttur HF-300 sem er hannað af Sævar Birgissyni hjá Skipasýn.Vísir/Bjarni
Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira