Leikarar og dansarar á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert. Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert.
Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00