Umfjöllun og viðtöl: Þór - Víkingur 0-1 | Abnett hetja Víkinga á Akureyri Ólafur Haukur Tómasson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Stefán Michael Maynard Abnett tryggði Víkingum 1-0 sigur á botnliði Þórs á Þórsvellinum á Akureyri í Pepsi-deild karla í kvöld og negldi um leið nokkra nagla í kistu Þórsliðsins. Víkingur Reykjavík kom í rokið og leiðindin á Akureyri í kvöld og sótti öll stigin gegn lánlausum Þórsurum í bragðdaufum og leiðinlegum leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í leiknum og náði Þór nær aldrei að brjóta sig almennilega í gegnum vörn Víkinga í leiknum. Lítið var um almennilegar sóknir og færi í leiknum en báðum liðum gekk brösulega að ná fram almennilegu spili og setti vindurinn sitt mark á leikinn. Michael Abnett var hetja Víkinga þegar hann nýtti sér atgang í vörn Þórsara og kom sér fyrir boltann áður en hann stýrði honum í netið og kom gestunum sanngjarnt yfir í leiknum. Þórsarar reyndu að þjarma að gestunum en allt kom fyrir ekki og í raun fengu Víkingar betri færi til að auka forskot sitt en heimamenn í Þór að jafna. Víkingur er eftir leikinn í fjórða sætinu í mjög fínum málum í baráttunni um Evrópusæti en Þórsarar eru komnir með hálfan fótinn í 1.deildina og þarf mikið að gerast til að þeir haldi sæti sínu í deildinni á næstu leiktíð.Óli Þórðar: Verðum að klára þetta eins og menn! „Hann var öruggur en ekkert sérstaklega þægilegur á meðan að stóð og hefði getað lent báðum megin í leiknum. Maður var því skíthræddur við Þórsarana, maður veit að þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og við vorum kjánar að gefa þeim svona mörg í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari eftir sigurleik Víkings gegn Þór í kvöld. Víkingur var betri aðilinn í leiknum go uppskar sanngjarnan sigur fyrir vikið. Ólafur var mjög ánægður með miðjuspil sinna manna og hrósaði liðsheildinni. „Við vorum klárlega sterkari inn á miðjunni en vinnum leikinn á því hvað liðið er „massívt" og við færum liðið sem eina heild og það er það sem vinnur leikinn," „Við erum í Evrópusæti. Það eru fimm stig í næsta lið og við verðum að standa vaktina sjálfir og klára þetta eins og menn!" bætti Ólafur við.Palli Gísla: Við verðum að klára þetta með sæmd „Við sköpuðum okkur lítið af færum og þetta var svolítið bras fyrir okkur í dag. Það ætlar að vera heldur betur erfitt fyrir okkur að innbyrða sigur og það var eitt mark sem skildi að í dag. Enn einu sinni fáum við á okkur, það sem okkur finnst vera, ódýrt mark en þetta skilur að. Þetta hefur verið erfitt og þetta er erfitt, við verðum bara að klára þetta mót með sæmd sama hvað stigataflan segir," sagði Páll Viðar Gíslason daufur í bragði eftir leikinn. „Það hlýtur eitthvað á að bjáta ef við berjumst og berjumst en fáum engin stig. Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að krafla inn einhver stig og hætta að væla yfir þessari stigatöflu. Staðan er mjög erfið og við verðum að klára þetta með sæmd," bætti Páll við. Nú er staðan hjá Þór orðin einstaklega erfið og kannski ómöguleg en liðið er níu stigum frá öruggu sæti í deildini og það eru aðeins tólf stig eftir í pottinum. Páll telur Þórsarana vera sjálfum sér verstir og þeir þurfi nú að klára deildina með sæmd sama hvað kann að gerast. „Við höfum reynt ýmislegt og reynt að færa menn til og frá til að leita einhverra leiða en við erum bara sjálfum okkar verstir. Við erum að leka á okkur alltof mörgum mörkum og nú er ekkert annað að gera en að krafla í sárabótarstig. Við erum búnir að vera með bakið upp við vegg síðan einhvern tíman í vor. Við verðum bara að klára mótið með hausinn uppi," sagði Páll. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Michael Maynard Abnett tryggði Víkingum 1-0 sigur á botnliði Þórs á Þórsvellinum á Akureyri í Pepsi-deild karla í kvöld og negldi um leið nokkra nagla í kistu Þórsliðsins. Víkingur Reykjavík kom í rokið og leiðindin á Akureyri í kvöld og sótti öll stigin gegn lánlausum Þórsurum í bragðdaufum og leiðinlegum leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í leiknum og náði Þór nær aldrei að brjóta sig almennilega í gegnum vörn Víkinga í leiknum. Lítið var um almennilegar sóknir og færi í leiknum en báðum liðum gekk brösulega að ná fram almennilegu spili og setti vindurinn sitt mark á leikinn. Michael Abnett var hetja Víkinga þegar hann nýtti sér atgang í vörn Þórsara og kom sér fyrir boltann áður en hann stýrði honum í netið og kom gestunum sanngjarnt yfir í leiknum. Þórsarar reyndu að þjarma að gestunum en allt kom fyrir ekki og í raun fengu Víkingar betri færi til að auka forskot sitt en heimamenn í Þór að jafna. Víkingur er eftir leikinn í fjórða sætinu í mjög fínum málum í baráttunni um Evrópusæti en Þórsarar eru komnir með hálfan fótinn í 1.deildina og þarf mikið að gerast til að þeir haldi sæti sínu í deildinni á næstu leiktíð.Óli Þórðar: Verðum að klára þetta eins og menn! „Hann var öruggur en ekkert sérstaklega þægilegur á meðan að stóð og hefði getað lent báðum megin í leiknum. Maður var því skíthræddur við Þórsarana, maður veit að þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og við vorum kjánar að gefa þeim svona mörg í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari eftir sigurleik Víkings gegn Þór í kvöld. Víkingur var betri aðilinn í leiknum go uppskar sanngjarnan sigur fyrir vikið. Ólafur var mjög ánægður með miðjuspil sinna manna og hrósaði liðsheildinni. „Við vorum klárlega sterkari inn á miðjunni en vinnum leikinn á því hvað liðið er „massívt" og við færum liðið sem eina heild og það er það sem vinnur leikinn," „Við erum í Evrópusæti. Það eru fimm stig í næsta lið og við verðum að standa vaktina sjálfir og klára þetta eins og menn!" bætti Ólafur við.Palli Gísla: Við verðum að klára þetta með sæmd „Við sköpuðum okkur lítið af færum og þetta var svolítið bras fyrir okkur í dag. Það ætlar að vera heldur betur erfitt fyrir okkur að innbyrða sigur og það var eitt mark sem skildi að í dag. Enn einu sinni fáum við á okkur, það sem okkur finnst vera, ódýrt mark en þetta skilur að. Þetta hefur verið erfitt og þetta er erfitt, við verðum bara að klára þetta mót með sæmd sama hvað stigataflan segir," sagði Páll Viðar Gíslason daufur í bragði eftir leikinn. „Það hlýtur eitthvað á að bjáta ef við berjumst og berjumst en fáum engin stig. Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að krafla inn einhver stig og hætta að væla yfir þessari stigatöflu. Staðan er mjög erfið og við verðum að klára þetta með sæmd," bætti Páll við. Nú er staðan hjá Þór orðin einstaklega erfið og kannski ómöguleg en liðið er níu stigum frá öruggu sæti í deildini og það eru aðeins tólf stig eftir í pottinum. Páll telur Þórsarana vera sjálfum sér verstir og þeir þurfi nú að klára deildina með sæmd sama hvað kann að gerast. „Við höfum reynt ýmislegt og reynt að færa menn til og frá til að leita einhverra leiða en við erum bara sjálfum okkar verstir. Við erum að leka á okkur alltof mörgum mörkum og nú er ekkert annað að gera en að krafla í sárabótarstig. Við erum búnir að vera með bakið upp við vegg síðan einhvern tíman í vor. Við verðum bara að klára mótið með hausinn uppi," sagði Páll.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira