Þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Daníel Leó Grétarsson eru meiddir og hafa dregið sig úr hópnum fyrir komandi verkefni.
Í þeirra stað koma Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Brommapojkarna í Svíþjóð.
Gerðar hafa verið tvær breytingar á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir leikina við Svartfjallaland og Wales. Kolbeinn Birgir Finnsson og Daníel Leó Grétarsson eru meiddir og í þeirra stað koma Dagur Dan Þórhallsson (5 leikir) og Hlynur Freyr Karlsson (1 leikur). #viðerumÍsland pic.twitter.com/GnEsWdeKpg
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 9, 2024
Ísland sækir Svartfjallaland heim þann 16. nóvember og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þremur dögum síðar, þann 19. nóvember, ferðast strákarnir til Wales og mæta þar heimamönnum í síðasta leik þjóðanna í Þjóðadeildinni.