Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. nóvember 2024 16:18 Grindavík vann öruggan sigur. vísir/jón gautur Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í lokaleik 6. umferðar Bónus deild karla í dag. Fyrir akkurat ári síðan mættust þessi lið í síðasta leik sem fram fór í Grindavík. Í þeim leik hafði Grindavík betur og það varð enginn breyting í ár því Grindavík hafði betur 99-70. Grindvíkingar byrjaði leikinn með því að taka uppkastið og komust fyrstir á körfuna þegar Devon Tomas keyrði á hringinn og setti fyrstu stig leiksins. Þór Þorlákshöfn voru virkilega öflugir í upphafi leiks og sótti forystu snemma. Gestirnir litu vel út og framan af fyrsta leikhluta en þegar líða tók á leikhlutann fór að koma smá hikst á sóknarleikinn og Grindvíkingar gengu á lagið. Grindavík komst á gott áhlaup með Devon Tomas og Deandre Kane fremsta í flokki. Þeir félagar sáu til þess að Grindavík var yfir 28-23 eftir fyrsta leikhluta með því að vera saman með 24 stig eftir fyrsta leikhluta. Þór Þorlákshöfn náði að minnka muninn niður í þrjú stig snemma í öðrum leikhluta en þá settu Grindvíkingar bara aftur í gírinn og náðu að koma muninum upp í tíu stig á köflum. Sóknarleikur gestana var oft mjög stífur og erfiður á meðan hann gekk öllu betur hjá heimamönnum. Áðurnefndir Devon Tomas og Deandre Kane voru báðir með 18 stig hvor þegar liðin gengu til hálfleiks. Þór Þorlákshöfn átti fá svör við þeirra leik og var Grindavík 52-44 yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var eign Grindavíkur. Það var afskaplega lítið sem féll með gestunum frá Þorlákshöfn. Allar sóknaraðgerðir gestana virkuðu virkilega erfiðar og þungar á meðan stóru skotin voru að detta hjá Grindavík. Sex af fyrstu sjö körfum Grindavíkur í leikhlutanum voru fyrir aftan þriggja stiga línuna og náði Grindavík að fara með 21 stiga forskot inn í fjórða leikhluta 81-60. Maður fann það í fjórða leikhluta að bæði lið voru nánast bara að bíða eftir því að leikurinn yrði búinn. Grindavík reyndu að komast í hundrað stigin sem hafðist ekki en þeir fóru með 29 stiga sigur 99-70. Atvik leiksins Grindavík mætir af krafti í seinni hálfleikinn og byrjar skotsýningu sem virkar eins og það kafsigldi gestunum sem voru ekki að hitta vel. Daniel Mortensen byrjaði þetta með tveim þristum í röð og þarna svolítið finnst manni leikurinn fara frá Þór Þ. Stjörnur og skúrkar Devon Tomas var frábær í dag. Endaði með 24 stig og átta stoðsendingar sem hefði vel geta orðið fleirri. Var ásamt Deandre Kane með 18 stig eftir fyrri hálfleik. Daniel Mortensen átti einnig flottan leik með þrettán stig, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Það eru ekkert endilega margir ljósir punktar hjá gestunum í dag. Þetta var bara ekki þeirra dagur. Dómarinn Það voru þó nokkur atriði sem má vel færa rök fyrir að hefðu hallað svolítið á gestina hér í dag. Ég var alls ekki sannfærður með sum köll hjá teyminu hér í dag. Var þó ekki alslæmt hjá tríóinu í dag. Ef við ættum að gefa þessu einkunn þá held ég að við myndum sleppa þeim í góðri fimmu og jafnvel með smá teygju upp í sexu. Stemmning og umgjörð Það var vel mætt í dag. Umgjörðin hérna í Smáranum er yfirleitt virkilega góð og þar varð enginn breyting í dag. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og sjoppan hafði nóg að gera svo það var allt í toppstandi hér í dag. „Kemur í ljós úr hverju við erum gerðir“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.vísir/diego „Vonandi var þetta bara slæmur leikur hjá okkur. Mér fannst við aldrei komast í takt við leikinn,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í dag. „Eftir svona leik, svona afhroð þá kemur í ljós úr hverju við erum gerðir í næsta leik. Hvernig við svörum fyrir þetta þar. Þú getur sagt hvað sem er, ég get komið með einhverjar yfirlýsingar og sagt strákunum og þeir geta sagst ætla að gera eitthvað en við verðum bara að sýna það á vellinum í næsta leik.“ „Þegar þú lendir í svona töpum þá kemur í ljós úr hverju við erum gerðir hvernig við bregðumst við því.“ Grindavík byrjuðu seinni hálfleikinn á því að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru sem kýldi gestina svolítið niður. „Já það kannski drap okkur og kannski vorum við eitthvað værukærir þegar við sáum að [Deandre] Kane var ekki með útaf hann fékk höfuðhögg.“ „Á sama tíma og þeir setja fullt af þristum þarna í þriðja leikhluta og það var kannski ekki að fara halda áfram allan leikinn. Við náðum samt að minnka þetta niður í tíu stig og þetta er alveg leikur áfram þá vorum við samt að tapa bara fyrir sjálfum okkur.“ „Við töpuðum einhverjum þremur, fjórum boltum bara á opnum velli og þeir komust í sniðskot. Þar fór leikurinn. Það var ekki að þristarnir hafi drepið þetta en þeir hittu vel og það getur gerst en ef að við hefðum bara haldið áfram að spila okkar leik, haldið áfram að minnka þetta niður fyrir tíu stig og þá hefði þetta verið leikur en í staðin þá hendum við boltaum frá okkur og þeir fá rosalega auðveldar körfur og það drap leikinn.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70. 9. nóvember 2024 19:25
Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í lokaleik 6. umferðar Bónus deild karla í dag. Fyrir akkurat ári síðan mættust þessi lið í síðasta leik sem fram fór í Grindavík. Í þeim leik hafði Grindavík betur og það varð enginn breyting í ár því Grindavík hafði betur 99-70. Grindvíkingar byrjaði leikinn með því að taka uppkastið og komust fyrstir á körfuna þegar Devon Tomas keyrði á hringinn og setti fyrstu stig leiksins. Þór Þorlákshöfn voru virkilega öflugir í upphafi leiks og sótti forystu snemma. Gestirnir litu vel út og framan af fyrsta leikhluta en þegar líða tók á leikhlutann fór að koma smá hikst á sóknarleikinn og Grindvíkingar gengu á lagið. Grindavík komst á gott áhlaup með Devon Tomas og Deandre Kane fremsta í flokki. Þeir félagar sáu til þess að Grindavík var yfir 28-23 eftir fyrsta leikhluta með því að vera saman með 24 stig eftir fyrsta leikhluta. Þór Þorlákshöfn náði að minnka muninn niður í þrjú stig snemma í öðrum leikhluta en þá settu Grindvíkingar bara aftur í gírinn og náðu að koma muninum upp í tíu stig á köflum. Sóknarleikur gestana var oft mjög stífur og erfiður á meðan hann gekk öllu betur hjá heimamönnum. Áðurnefndir Devon Tomas og Deandre Kane voru báðir með 18 stig hvor þegar liðin gengu til hálfleiks. Þór Þorlákshöfn átti fá svör við þeirra leik og var Grindavík 52-44 yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var eign Grindavíkur. Það var afskaplega lítið sem féll með gestunum frá Þorlákshöfn. Allar sóknaraðgerðir gestana virkuðu virkilega erfiðar og þungar á meðan stóru skotin voru að detta hjá Grindavík. Sex af fyrstu sjö körfum Grindavíkur í leikhlutanum voru fyrir aftan þriggja stiga línuna og náði Grindavík að fara með 21 stiga forskot inn í fjórða leikhluta 81-60. Maður fann það í fjórða leikhluta að bæði lið voru nánast bara að bíða eftir því að leikurinn yrði búinn. Grindavík reyndu að komast í hundrað stigin sem hafðist ekki en þeir fóru með 29 stiga sigur 99-70. Atvik leiksins Grindavík mætir af krafti í seinni hálfleikinn og byrjar skotsýningu sem virkar eins og það kafsigldi gestunum sem voru ekki að hitta vel. Daniel Mortensen byrjaði þetta með tveim þristum í röð og þarna svolítið finnst manni leikurinn fara frá Þór Þ. Stjörnur og skúrkar Devon Tomas var frábær í dag. Endaði með 24 stig og átta stoðsendingar sem hefði vel geta orðið fleirri. Var ásamt Deandre Kane með 18 stig eftir fyrri hálfleik. Daniel Mortensen átti einnig flottan leik með þrettán stig, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Það eru ekkert endilega margir ljósir punktar hjá gestunum í dag. Þetta var bara ekki þeirra dagur. Dómarinn Það voru þó nokkur atriði sem má vel færa rök fyrir að hefðu hallað svolítið á gestina hér í dag. Ég var alls ekki sannfærður með sum köll hjá teyminu hér í dag. Var þó ekki alslæmt hjá tríóinu í dag. Ef við ættum að gefa þessu einkunn þá held ég að við myndum sleppa þeim í góðri fimmu og jafnvel með smá teygju upp í sexu. Stemmning og umgjörð Það var vel mætt í dag. Umgjörðin hérna í Smáranum er yfirleitt virkilega góð og þar varð enginn breyting í dag. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og sjoppan hafði nóg að gera svo það var allt í toppstandi hér í dag. „Kemur í ljós úr hverju við erum gerðir“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.vísir/diego „Vonandi var þetta bara slæmur leikur hjá okkur. Mér fannst við aldrei komast í takt við leikinn,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í dag. „Eftir svona leik, svona afhroð þá kemur í ljós úr hverju við erum gerðir í næsta leik. Hvernig við svörum fyrir þetta þar. Þú getur sagt hvað sem er, ég get komið með einhverjar yfirlýsingar og sagt strákunum og þeir geta sagst ætla að gera eitthvað en við verðum bara að sýna það á vellinum í næsta leik.“ „Þegar þú lendir í svona töpum þá kemur í ljós úr hverju við erum gerðir hvernig við bregðumst við því.“ Grindavík byrjuðu seinni hálfleikinn á því að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru sem kýldi gestina svolítið niður. „Já það kannski drap okkur og kannski vorum við eitthvað værukærir þegar við sáum að [Deandre] Kane var ekki með útaf hann fékk höfuðhögg.“ „Á sama tíma og þeir setja fullt af þristum þarna í þriðja leikhluta og það var kannski ekki að fara halda áfram allan leikinn. Við náðum samt að minnka þetta niður í tíu stig og þetta er alveg leikur áfram þá vorum við samt að tapa bara fyrir sjálfum okkur.“ „Við töpuðum einhverjum þremur, fjórum boltum bara á opnum velli og þeir komust í sniðskot. Þar fór leikurinn. Það var ekki að þristarnir hafi drepið þetta en þeir hittu vel og það getur gerst en ef að við hefðum bara haldið áfram að spila okkar leik, haldið áfram að minnka þetta niður fyrir tíu stig og þá hefði þetta verið leikur en í staðin þá hendum við boltaum frá okkur og þeir fá rosalega auðveldar körfur og það drap leikinn.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70. 9. nóvember 2024 19:25
„Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70. 9. nóvember 2024 19:25
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti