Kæra ríkisstjórn og aðrir þingmenn Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 11:22 Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun