Ferðamannaborgirnar Hong Kong og Reykjavík Guðlaug Björnsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:37 Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar