Meira um Skuldafélagið Hafnarfjörður Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson skrifar 26. maí 2014 16:54 Fyrir hrun fór lítið fyrir áhyggjum vegna skuldastöðu. Með reynslu fortíðar að baki skildi maður ætla að því væri öfugt farið hjá flestum. Í Fréttablaðinu 22. maí sl. telur oddviti Samfylkingarinnar, Gunnar Axel Axelsson að fjármálastjórn í Hafnarfirði sé á réttri leið. Núverandi bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna bætir um betur í sama blaði og segir „Við höfum verið í meirihluta í 4 ár og hefur fjárhagur stórbatnað á þeim tíma.“ Svo mörg voru þau orð. En hvernig er í stuttu máli frammistaða núverandi meirihluta? Því miður er það svo að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög slæm. Ef farið er á bls. 26 í ársreikning Hafnafjarðar fyrir árið 2013 kemur í ljós að árið 2010, þegar núverandi meirihluti tók við, þá skuldaði hver íbúi kr. 1.150.000 en í árslok 2013 kr. 1.218.000. Hækkun um 6%. Þetta eru daprar lykiltölur og slakur árangur fyrir núverandi meirihluta. Því á sama tíma fjölgaði íbúum Hafnafjarðar um 5% (úr 26.099 í 27.325). Þetta er viðskilnaðurinn góði sem verið er að státa sig af. Á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar segir einnig: „Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir afkomu bæjarins enn betri en gert hafi verið ráð fyrir og að rekstrarafgangur sé umfram áætlanir.“ Þetta er einfaldlega rangt. Reyndar er það rétt að skuldir lækka milli áranna 2013 og 2012 en hver ætli sé nú stærsta skýringin á því. Jú, gengi íslensku krónunnar er umtalsvert hærra en það var í árslok 2012. Ef skoðaður er rekstarreikningur bæjarins árið 2013 þá er hann betri en árið 2012. Hins vegar ef rekstarniðurstaða án fjármagnsliða er skoðuð kemur berlega í ljós að REKSTRARNIÐURSTAÐA ÁN FJÁRMAGNSLIÐA ER LAKARI EN ÁÆTLANIR BÆÐI FYRIR A OG A OG B HLUTA. Reyndar er handbært fé frá rekstri í sjóðstreymi jákvætt en líka lakara en þær áætlanir sem borið er saman við. Því er þessi lokaniðurstaða hagstæðari en áætlanir tilkomin vegna gengishagnaðar. Því miður fyrir núverandi bæjarmeirihluta þá getum við íbúar Hafnarfjarðar ekki þakkað Guðrúnu Ágústu fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar, frá því að ný ríkisstjórn tók til valda í landinu. Því er það ekki mikil reisn að þurfa að fá ábendingu endurskoðenda á skuldastöðu og veltufjárhlutfalli bæjarins sem er umtalsvert hærra en nú er talað um að setja í lög. 150% á að vera viðmiðið í stað 217% samkvæmt skýrslu löggiltra endurskoðenda hjá bænum. Reyndar er það svo að meira segja allar skuldir koma ekki fram í ársreikningum því skuldir við tollstjóra 322 milljónir eru ekki í efnahagsreikningi, þó svo bærinn hafi tapað því máli í Héraðsdómi. Við Framsóknarmenn vonust til að við getum aukið á jákvæðni og samstarfi milli bæjarfulltrúa. Því miður er það dapurleg staðreynd að minnihluti sé á móti því sem meirihlutinn gerir nema hann hafi fengið að vera „memm“. Eins og flestum er kunnugt voru nýlegar lagðar fram tillögur í bæjarstjórn vegna skuldbreytinga á stóru erlendu láni. Því finnst okkur það sorgleg niðurstaða hjá Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við afgreiðslu skuldbreytinga á stóra láninu svo kallaða. Við Framsóknarmenn segjum að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Því viljum við fagna því að verið sé að lágmarka áhættu bæjarins með því að breyta skuldum bæjarins í krónulán á meðan gengi krónunnar er eins hagstætt eins og nú er. Bæjarstjórn ætlar að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu aflaveiðiheimilda. Hvert er planið? Á að stofna hér nýja bæjarútgerð? Maður les í blöðum að bæjarstjórinn krefji fyrirtækið um hitt og þetta. Er nú ekki vænlegra að blása í friðarpípur og setjast niður með viðkomandi. Svona yfirlýsingar í blöðum hjálpa ekkert til. Bestu fréttirnar sem við viljum fá væru að verið sé að leysa málið með samningum í stað fleiri dómsmála. Við Framsóknarmenn teljum okkur geta gert betur þegar kemur að fjármálastjórninni ásamt því að tryggja í Hafnarfiði mannvænlegt umhverfi. Í lýðræðisþjóðfélagi er engum flokki hollt að vera of lengi á valdastólunum. Það er kominn tími á breytingar og sjálftökuvöld Samfylkingarinnar í bænum. Kjósum X-B og fáum ferska vindi til að blása. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir hrun fór lítið fyrir áhyggjum vegna skuldastöðu. Með reynslu fortíðar að baki skildi maður ætla að því væri öfugt farið hjá flestum. Í Fréttablaðinu 22. maí sl. telur oddviti Samfylkingarinnar, Gunnar Axel Axelsson að fjármálastjórn í Hafnarfirði sé á réttri leið. Núverandi bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna bætir um betur í sama blaði og segir „Við höfum verið í meirihluta í 4 ár og hefur fjárhagur stórbatnað á þeim tíma.“ Svo mörg voru þau orð. En hvernig er í stuttu máli frammistaða núverandi meirihluta? Því miður er það svo að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög slæm. Ef farið er á bls. 26 í ársreikning Hafnafjarðar fyrir árið 2013 kemur í ljós að árið 2010, þegar núverandi meirihluti tók við, þá skuldaði hver íbúi kr. 1.150.000 en í árslok 2013 kr. 1.218.000. Hækkun um 6%. Þetta eru daprar lykiltölur og slakur árangur fyrir núverandi meirihluta. Því á sama tíma fjölgaði íbúum Hafnafjarðar um 5% (úr 26.099 í 27.325). Þetta er viðskilnaðurinn góði sem verið er að státa sig af. Á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar segir einnig: „Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir afkomu bæjarins enn betri en gert hafi verið ráð fyrir og að rekstrarafgangur sé umfram áætlanir.“ Þetta er einfaldlega rangt. Reyndar er það rétt að skuldir lækka milli áranna 2013 og 2012 en hver ætli sé nú stærsta skýringin á því. Jú, gengi íslensku krónunnar er umtalsvert hærra en það var í árslok 2012. Ef skoðaður er rekstarreikningur bæjarins árið 2013 þá er hann betri en árið 2012. Hins vegar ef rekstarniðurstaða án fjármagnsliða er skoðuð kemur berlega í ljós að REKSTRARNIÐURSTAÐA ÁN FJÁRMAGNSLIÐA ER LAKARI EN ÁÆTLANIR BÆÐI FYRIR A OG A OG B HLUTA. Reyndar er handbært fé frá rekstri í sjóðstreymi jákvætt en líka lakara en þær áætlanir sem borið er saman við. Því er þessi lokaniðurstaða hagstæðari en áætlanir tilkomin vegna gengishagnaðar. Því miður fyrir núverandi bæjarmeirihluta þá getum við íbúar Hafnarfjarðar ekki þakkað Guðrúnu Ágústu fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar, frá því að ný ríkisstjórn tók til valda í landinu. Því er það ekki mikil reisn að þurfa að fá ábendingu endurskoðenda á skuldastöðu og veltufjárhlutfalli bæjarins sem er umtalsvert hærra en nú er talað um að setja í lög. 150% á að vera viðmiðið í stað 217% samkvæmt skýrslu löggiltra endurskoðenda hjá bænum. Reyndar er það svo að meira segja allar skuldir koma ekki fram í ársreikningum því skuldir við tollstjóra 322 milljónir eru ekki í efnahagsreikningi, þó svo bærinn hafi tapað því máli í Héraðsdómi. Við Framsóknarmenn vonust til að við getum aukið á jákvæðni og samstarfi milli bæjarfulltrúa. Því miður er það dapurleg staðreynd að minnihluti sé á móti því sem meirihlutinn gerir nema hann hafi fengið að vera „memm“. Eins og flestum er kunnugt voru nýlegar lagðar fram tillögur í bæjarstjórn vegna skuldbreytinga á stóru erlendu láni. Því finnst okkur það sorgleg niðurstaða hjá Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við afgreiðslu skuldbreytinga á stóra láninu svo kallaða. Við Framsóknarmenn segjum að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Því viljum við fagna því að verið sé að lágmarka áhættu bæjarins með því að breyta skuldum bæjarins í krónulán á meðan gengi krónunnar er eins hagstætt eins og nú er. Bæjarstjórn ætlar að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu aflaveiðiheimilda. Hvert er planið? Á að stofna hér nýja bæjarútgerð? Maður les í blöðum að bæjarstjórinn krefji fyrirtækið um hitt og þetta. Er nú ekki vænlegra að blása í friðarpípur og setjast niður með viðkomandi. Svona yfirlýsingar í blöðum hjálpa ekkert til. Bestu fréttirnar sem við viljum fá væru að verið sé að leysa málið með samningum í stað fleiri dómsmála. Við Framsóknarmenn teljum okkur geta gert betur þegar kemur að fjármálastjórninni ásamt því að tryggja í Hafnarfiði mannvænlegt umhverfi. Í lýðræðisþjóðfélagi er engum flokki hollt að vera of lengi á valdastólunum. Það er kominn tími á breytingar og sjálftökuvöld Samfylkingarinnar í bænum. Kjósum X-B og fáum ferska vindi til að blása.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar