Viltu jákvæðni, fjölbreytni og heiðarleika? Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar 26. maí 2014 17:29 „Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Þetta endar sem sagt með ósköpum,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síðasta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolítið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi. Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn!
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun