Ótrúverðugur viðsnúningur Ármanns viku fyrir kosningar Hafsteinn Karlsson skrifar 27. maí 2014 17:34 Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar