Ótrúverðugur viðsnúningur Ármanns viku fyrir kosningar Hafsteinn Karlsson skrifar 27. maí 2014 17:34 Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun