Skipta hugmyndir máli? Anna Lára Steindal skrifar 27. maí 2014 21:56 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar