Hamraborgin, há og ? Hannes Friðbjarnarson skrifar 28. apríl 2014 13:48 Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun