Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita Kjartan Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:15 Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar